Kynningarfundur – Keppnisgreinar á Landsmóti 50+

maí 21, 2014
Kynningarfundur á keppnisgreinum á Landsmóti UMFÍ 50+ verður haldinn í íþróttahúsinu í Borgarnesi fimmtudaginn 22. maí kl 19.30.
Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ mætir á fundinn til að kynna mótið sem verður haldið á Húsavík dagana 20.-22. júní í sumar.
Sérstök kynning verður á ringo að kynningu lokinni. Ringo svipar mjög til blaks. Sömu reglur eru í ringo og blaki nema hringir eru notaðir í stað bolta. Þetta er íþrótt sem allir geta tekið þátt í ungir sem eldri. Leikurinn er spilaður á venjulegum blakvelli og er mjög skemmtilegur.
Á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is er hægt að sjá keppnisgreinar á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík.
 
 

Share: