Er ekki orðið tímabært að taka til í geymslunni, garðinum, skúrnum, sumarbústaðnum, atvinnuhúsnæðinu eða hvar sem er og losa sig við hluti sem þið viljið ekki eiga lengur ???
Körfuknattleiksdeild Skallagríms er að undirbúa Kompudaga til styrktar starfinu. Kompudagar verða í júní en munu verða nánar kynntir síðar. Endilega hafið samband og komið til okkar munum sem þið viljið losna við og gefa okkur. Á kompudögum ætlum við að selja allt milli himins og jarðar! Allt frá sokkum til bifreiða vel þegið. Við getum komið og sótt ef þið viljið losna við dótið sem fyrst.
Hafa má samband við:
Pálma í síma 869 7092
Gunnar í síma 898 9219