Matjurtagarðar Borgarbyggðar

maí 16, 2014
Matjurtagarðar Borgarbyggðar verða ekki tilbúnir til afhendingar fyrr en eftir miðja næstu viku þar sem fyrri tæting getur ekki farið fram fyrr en um helgina og sú síðari í byrjun næstu viku. Samdægurs verða þá garðarnir afmarkaðir og merktir þeim sem hafa pantað garð. Starfsmaður Borgarbyggðar mun hafa samband við alla þá sem pantað hafa garð um leið og þeir verða tilbúnir.
Enn er hægt að taka við pöntunum. Sjá hér auglýsingu.
 

Share: