Matarsmiðjan og Hugheimar opna aðstöðu sína í Borgarnesi þann 7. maí. Frumkvöðlum og öllum öðrum er boðið að koma og kynna sér verkefnin og þá aðstöðu sem verður í Borgarnesi á þeirra vegum.
Dagskrá opnunardagsins fer þannig fram að Hugheimar verða formlega opnaðir kl. 16.30. Þar fer fram kynning á Hugheimum sýnt stutt brot úr nýrri mynd um landnám Skalla-Gríms og uppvaxtarár Egils Skalla-Grímssonar. Dagskráin flyst síðan yfir í Matarsmiðjuna að Vallarási kl. 17.30 þar sem fram fer kynning á starfi smiðjunnar.
Kl. 20.00 verður myndin um landnám Skalla-Gríms og uppvöxt Egils sýnd í heild sinni í húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar.
Hér má lesa nánar um Hugheima, Matarsmiðjuna og dagskrá dagsins.