Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar fyrir árið 2013 er komin út. Þar er að finna helstu upplýsingar um starfsemi félagsþjónustunnar en Velferðarnefnd Borgarbyggðar hefur yfirumsjón með henni. Félagsþjónustan sinnir m.a. barnaverndarmálum, málefnum aldraðra, þjónustu við fatlaða, heimaþjónustu, jafnréttismálum og fleira. Skýrslu ársins 2013 má lesa hér og eldri ársskýrslur félagsþjónustunnar eru einnig aðgengilegar hér: http://www.borgarbyggd.is/starfsemi/felagsthjonusta/