Vörðukórinn í Reykholtskirkju

maí 5, 2009
Vörðukórinn úr uppsveitum Árnessýslu, flytur íslenska leikhústónlist í Reykholtskirkju laugardaginn 9. maí kl. 15:00
Dagskráin sem er í tónum og tali er helguð íslenskri leikhústónlist. Sönglög Jóns Múla og Jónasar Árnasona úr Deleríum búbonis, Járnhausnum, Allra meina bót og fleira. Auk þess verða flutt lög úr leikverkum Halldórs Laxness. Einsöngur, dúettar, tríó, fjölbreytt dagskrá. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir. Miðaverð kr. 1500. Frítt fyrir grunnskólanemendur og yngri.
 
 

Share: