Frumkvöðull ársins 2010

maí 3, 2011
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga/fyrirtæki sem skara fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum.
 
Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvænlegt er að búa í hinum dreifðu byggðum landsins.
 
Í ljósi breyttra efnahagslegra forsenda hefur verið ákveðið að taka upp samstarf við Vaxtarsamning Vesturlands og veita peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni. Verkefnin þurfa að styðja með beinum hætti við uppbyggingu atvinnulífs á Vesturlandi.
Dómnefnd mun velja úr innsendum tilnefningum og tilkynna val á frumkvöðli ársins á frumkvöðla- og nýsköpunardegi sem haldinn verður í maí. Dómnefnd mun meta verkefnin með hliðsjón af nýsköpunargildi, trúverðugleika og framfaragildi verkefnisins fyrir Vesturland.
Tilnefningar berist til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, eða með tölvupósti á netfangið frumkvodull@ssv.is. Einnig eru hnappar á heimasíðu SSV og Skessuhorns sem vísa til eyðublaða.
Tilnefningar þarf að rökstyðja með fáeinum orðum og þurfa að hafa borist fyrir 6. maí næstkomandi.
 

Share: