Hreinsunardagur í Borgarnesi

maí 2, 2009
Starfsfólk í ráðhúsi Borgarbyggðar ásamt fulltrúum úr sveitarstjórn lagði sitt af mörkum í dag, í hreinsunarátaki sveitarfélagsins í Borgarnesi. Tekið var til í nágrenni ráðhússins og beð hreinsuð af miklum skörungsskap. Að verki loknu var svo haldið til grillveislu í Skallagrímsgarði.
Meðfylgjandi mynd er tekin af hópnum að loknu verki. Frá vinstri: Þór Þorsteinsson, Baldur Tómasson, Björg Gunnarsdóttir, Hjördís H. Hjartardóttir, Páll S. Brynjarsson, Helgi Helgason, Ingibjörg Hargrave, Anna Ólafsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Friðrik Þórsson og Arnar Þórsson. Á myndina vantar Jennýju Lind og Ásþór Ragnarsson auk Guðrúnar Jónsdóttur sem tók myndina.
 
 

Share: