Afmælishátíðin gengur frábærlega

apríl 23, 2010

Loksins alvöru rokktónleikar í Borgarnesi
Frábær stemning hefur verið á þriggja daga afmælishátinni í Óðali en félagsmiðstöðin fagnar 20 ára starfsafmæli sínu í þessari viku.

 
Sýning sem unglingarnir settu upp í Óðal hefur verið mjög vel sótt og margir haft gaman af. Afmælistónleikar í menningarsal menntaskólans voru svo í gær og þar fór vinsælasta tónleikaband landsins Dikta á kostum og þurftu þeir að spila mörg aukalög fyrir ánægða tónlistagesti. Næsta víst að þessir drengir eiga eftir að ná langt í framtíðinni svo vel spilandi er þetta band og með sinn eigin stíl á lögum sem þeir flytja af mikilli innlifun.
 
Útvarp Óðal 101.3 hefur verið í loftinu og í kvöld föstudagskvöld verða svo söngtónleikar í menningarsal MB þar sem unglingarnir okkar skemmta ásamt nokkrum af þeim fjölmörgu sem stigið hafa á stokk í Óðali í söngkeppnum þar á liðnum 20 árum. Ókeypis er á þessa uppákomu sem verður án efa fjörug.
ij

 

Share: