Stuttverkahátíðin Margt smátt

apríl 20, 2009
Fréttatilkynning frá BÍL
Nú er komið að 5. stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, Margt smátt, í Borgarleikhúsinu. Hátíðin verður haldin laugardaginn 23. maí næstkomandi og verður hún með sama sniði og síðast, í október 2007, en mál manna var að sú hátíð hefði verið sérstaklega vel heppnuð. Borgfirsk leikfélög eru hvött til að taka þátt í hátíðinni og mæta í höfuðborgina með leikþátt. Frestur til þess að tilkynna um þátttöku á hátíðinni er til föstudagsins 1. maí.
Senda skal Bandalagi íslenskra leikfélaga umsókn á eyðublaði sem hægt er að nálgast hér .Tekið skal fram að það er alls ekki skilyrði að um frumflutning á verki sé að ræða.
 
Ef áhugi er fyrir að senda verk á hátíðina en ekkert ákveðið verk er fyrirliggjandi er um að gera að hafa samband við Ármann hjá þjónustumiðstöð Bandalagsins í síma 551 6974 eða info@leiklist.is og fá aðstoð við val á verki.
Hátíðin sjálf verður frá klukkan 14.00-18.00 í Borgarleikhúsinu. Um kvöldið verður leigður salur úti í bæ til að halda samkvæmi þar sem afrekum dagsins verður fagnað, léttir réttir bornir á borð og skemmtiatriði á sviði. Leikfélög eru hvött til þess að grafa upp æfða þætti eða æfa nýja fyrir þetta tilefni. Miðað er við að hámarkslengd hvers verks verði u.þ.b. 15 mínútur. Ef svo vill til að of margir þættir berast til að hægt sé að halda tímaramma, munu þau félög sem senda flesta þætti verða beðin að fækka sínum verkum. Ef félögin luma á tónlistaratriðum eða annarri skemmtun sem hæfir í anddyri í anddyri Borgarleikhúsins (fyrir hátíð og/eða í hléi) eða í partíi kvöldsins eru þau beðin að láta vita sem fyrst. Getur það verið nánast hvað sem er, uppistand, tónlist, leiklist, uppákomur, innsetningar eða hvað sem ykkur dettur í hug að gæti skemmt fólki. Von okkar er að fólk taki við sér, fljótt og vel, svo við getum átt sýnt hið öfluga starf áhugaleikhússins í vor!
Ef frekari upplýsinga er þörf skaltu senda fyrirspurn á info@leiklist.is
 

Share: