Gatnagerð á Varmalandi

apríl 20, 2007
Borgarbyggð, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Mílu ehf og Rarik, óskar eftir tilboðum í verkið:
Varmaland Stafholtstungum, gatnagerð og lagnir
Verkið er fólgið í lagnavinnu og gatnagerð. Fyrir Borgarbyggð skal leggja götur, vatnslagnir og hitaveitu. Fyrir Orkuveitu Reykjavíkur skal leggja frárennslislagnir. Fyrir Mílu ehf skal leggja símalagnir. Fyrir Rarik skal sjá um jarðvinnu í sameiginlegum lagnaskurðum.
Helstu magntölur eru:

Gröftur

4.000

Losun á klöpp

1.400

Fyllingar

2.000

Frárennslislagnir

1.100

m

Vatnslagnir

300

m

Hitaveiturör DN20-DN80

260

m

Símalagnir

2.000

m

Skiladagur verksins er 1. október 2007.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá og með þriðjudeginum 17. apríl. Verð útboðsgagna er kr. 5.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 2. maí 2007, kl 11:00.
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar
 

Share: