Fyrsta stjórn Landbúnaðarsafns Íslands

apríl 15, 2007
Frá Búvélasafninu
Nú hafa allir stofn- og stjórnaraðilar Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri ákveðið tilnefningu fulltrúa sinna.
 
Ennfremur breytist veffang heimasíðu Búvélasafnsins brátt úr www.buvelasafn.is í www.landbunadarsafn.is.
 
Aðdáendur pistla Bjarna Guðmundssonar á heimasíðu Búvélasafnsins þurfa hins vegar engu að kvíða þótt nýtt veffang taki gildi, því hann mun ritstýra vef hins nýja safns jafnframt því að annast framkvæmdastjórn þess.
 
Eftirtaldir munu skipa fyrstu stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Landbúnaðarsafns Íslands:
Fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands
Aðalmaður: Ágúst Sigurðsson rektor, Hvanneyri.
Varamaður: Auður Sveinsdóttir dósent, Hvanneyri.
Fyrir Sveitarfélagið Borgarbyggð
Aðalmaður: Sveinbjörn Eyjólfsson sveitarstjórnarmaður og framkvstj., Hvannatúni.
Varamaður: Torfi Jóhannesson, sveitarstjórnarmaður og ráðunautur, Hvanneyri.
Fyrir Bændasamtök Íslands
Aðalmaður: Haraldur Benediktsson, bóndi og formaður BÍ, Vestri-Reyni.
Varamaður: Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri BÍ, Reykjavík.
Fyrir Þjóðminjavörð
Aðalmaður: Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns ÞÍ, Reykjavík.
Varamaður: Ágúst Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns ÞÍ, Reykjavík.
Fyrir Landbúnaðarráðherra
Aðalmaður: Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Samskipa, Kópavogi.
Varamaður: Elísabet Rán Andrésdóttir, lögfræðingur og ritari Landbúnaðarnefndar. Alþingis, Reykjavík.
Hin nýskipaða stjórn Landbúnaðarsafnsins mun fljótlega koma saman til fyrsta fundar. Verður hann raunar framhald stofnfundar sem haldinn var 14. febrúar sl.
 
Heimild: www.buvelasafn.is. Ljósmynd: Bjarni Guðmundsson

Share: