Frá Grunnskólanum í Borgarnesi

apríl 13, 2007
Kennarar athugið

Við Grunnskólann í Borgarnesi eru stöður grunnskólakennara lausar til umsóknar. Meðal kennslugreina er kennsla yngri barna (stöður umsjónarkennara), textílmennt, sérkennsla sem og almenn kennsla í unglingadeild.
Í skólanum eru um 330 nemendur og fer fjölgandi enda er Borgarnes ört vaxandi staður. Uppbyggingarstefnan – uppeldi til ábyrgðar er höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Skólinn er „skóli á grænni grein“ og leggur sem slíkur áherslu á umhverfismál. Lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu starfsmanna og vellíðan nemenda. Við erum því að leita að sjálfstæðum kraftmiklum og hugmyndaríkum kennurum til starfa sem eru tilbúnir til að vera þátttakendur í framsæknu skólastarfi.
Upplýsingar um stöðurnar veitir skólastjóri Kristján Gíslason (s: 437-1229/437-1108/898-4569 eða kristgis@grunnborg.is). Ennfremur má nálgast upplýsingar á heimasíðu skólans www.grunnborg.is
 
 

Share: