Í lok árs 2012 staðfesti Umhverfis- og auðlindaráðuneytið samþykkt um hesthús og umgengni í hesthúsahverfi í Borgarbyggð og birti í B.deild Stjórnartíðinda. Sveitarfélagið hafði um tíma unnið að samþykktinni að beiðni hestamannafélagsins Skugga og í nánu samstarfi við stjórn þess.
Í kjölfar staðfestingar óskaði stjórn Skugga eftir því að framvæmd yrði frestað um ákvæði í 2. grein samþykktarinnar þar sem kveðið er á um að ,,í hesthúsunum skuli einungis halda hesta en ekki annað búfé“ og hvatti sveitarstjórn til að hefja undirbúning að því að skipuleggja svæði fyrir fjárhúsabyggð.
Landbúnaðarnefnd og umhverfis- og skipulagsnefnd lögðu það til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni hestamannafélagsins Skugga og staðfesti sveitarstjórn þá tillögu á fundi sínum 14. febrúar 2013.
Að öðru leyti verður unnið eftir gildandi samþykkt.