Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir laus störf fyrir sumarið 2015
Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10 bekk.
Vinnutímabil skólans er frá 8. júní – 10. júlí
Vinnutími er frá 9:00 – 16:00 alla virka daga nema á föstudögum þá er unnið til 12:00.
Allir sem sækja um vinnu þurfa að kynna sér reglur vinnuskólans. Þær má nálgast hér.
Umsækjendur þurfa að vera með lögheimili í Borgarbyggð.
Upplýsingar um kennitölu og bankareikning sem laun eiga að leggjast inn á þurfa að koma fram á umsóknareyðublaði.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 eða hér.
Umsóknarfrestur er til 8. maí n.k.
Ath:
Þeir sem hætta við að vinna í Vinnuskólanum t.d. ef þeir fá aðra vinnu áður en vinnuskólinn hefst þurfa að tilkynna það tómstundastjóra UMSB og draga þannig umsókn sína til baka. Hann er með netfangið siggi@umsb.is.