Stærðfræðingar og lestrarhestar

apríl 7, 2011
Hópurinn sem tók þátt í stærðfræðikeppninni
Laugardaginn 2. apríl voru kunngerð úrslit í stærðfræðikeppninni sem Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi heldur árlega fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Krakkarnir úr Borgarbyggð stóðu sig með mikilli prýði. Í fyrsta sæti í keppninni meðal 10. bekkinga varð Björk Lárusdóttir nemandi á Kleppjárnsreykjum en Þorkell Már Einarsson frá Grunnskólanum í Borgarnesi í öðru sæti. Borgnesingar áttu svo efstu menn í hópi níundu bekkinga. Þar varð í fyrsta sæti Einar Konráðsson og Valur Örn Vífilsson í öðru sæti.
Þá er nýlokið lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkja sem haldin var í Búðardal. Frammistaða og árangur okkar keppenda var einnig til mikils sóma en fyrsta sæti hlaut Harpa Hilmisdóttir og Unnur Helga Vífilsdóttir annað sæti. Þær eru báðar í Grunnskólanum í Borgarnesi. Freyja Ragnarsdóttir Petersen frá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum var svo í þriðja sæti.Til hamingju krakkar!
 

Share: