Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi 2011

apríl 5, 2011
Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi verður haldin föstudaginn 8. apríl í Hjálmakletti, Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar.
Sýningar verða tvær kl. 16:30 og 18:30.
Ævintýri er þema árshátíðarinnar í ár. Ævintýrum verða gerð skil á fjölbreytilegan hátt af nemendum úr öllum bekkjum skólans.
Aðgangseyrir er kr. 500.- fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir 15 ára og yngri. Ekki verður posi á staðnum.
 

Share: