|
Bergur og Páll |
Nýverið undirrituðu Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti og Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar samkomulag um stuðning Borgarbyggðar við Snorrastofu á árinu 2012. Sveitarfélagið mun veita Snorrastofu 2,8 milljónir á árinu til reksturs og þróunar á starfsemi Snorrastofu.