Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir nú eftir fólki til stafa í sumar. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk grunnskóla. Vinnan felst aðallega í fegrun og snyrtingu opinna svæða svo og að læra grunnatriði við almenna vinnu, stundvísi, vinna með öðrum, meðferð og frágang áhalda og tækja ásamt öðru sem máli skiptir og nýtast mun seinna meir þegar út á vinnumarkaðinn er komið.
Umsókarfrestur er til 6. maí næstkomandi.
Umsögn er gefin í lok vinnuskólans, nemendur skulu hafa í huga að algengt er að vinnuveitendur á almennum vinnumarkaði biðji um að fá að sjá þessa umsögn áður en þeir ráða ungmenni til vinnu hjá sér. Því skiptir máli hvernig menn hegða sér í vinnuskólanum upp á seinni tíma.