Hjá Slökkviliði Borgarbyggðar vinna menn öflugt starf við uppbyggingu slökkviliðsins og þjálfun liðsmanna. Um áramótin síðustu voru ráðnir þrír nýir menn til slökkviliðsins í Borgarnesi og á síðasta ári þrír til liðsins í Reykholtsstöð. Þeir hafa verið í þjálfun í vetur í reykköfun og fleiru. Brunamálaskólinn var með námskeið í byrjun mars, fyrsta hluta námskeiðs sem nefnist Slökkviliðsmaður 1. Námskeiðið fór fram í Borgarnesi og sóttu það sjö liðsmenn Slökkviliðs Borgarbyggðar og sex úr Grundarfirði.
Æfingar hafa verið haldnar einu sinni í mánuði og eru teknir fyrir ákveðnir þættir hverju sinni, s.s. reykköfun, vatnsöflun, reyklosun og fleira.
Næsta æfing verður þann 18. apríl. Þá er meiningin að brenna íbúðarhúsið í Fíflholtum og taka allar stöðvarnar þátt í þeirri æfingu.