Keppni í undanriðli (Vesturlandsriðill) í Skólahreysti fer fram í Smáranum í Kópavogi á fimmtudaginn, 27. mars í íþróttahúsi Breiðabliks. Tvö lið grunnskóla Borgarbyggðar taka þátt í keppninni, lið Grunnskólans í Borgarnesi og sameiginlegt lið Varmalands- og Kleppjárnsreykja Grunnskóla Borgarfjarðar. Gangi ykkur vel krakkar!
Grænt lið Grunnskólans í Borgarnesi skipa:
Ásgrímur Agnarsson – upphýfingar/dýfur
Hafrún Birta Hafliðadóttir – armbeygjur/hreystigreip
Húni Hilmarsson og Helga Marie Gunnarsdóttir – hraðaþraut
Delía Rut Claes og Hlynur Sævar Jónsson – varamenn
Sérstakir aðstoðamenn eru Ísak Hilmarsson og Karen Ýr Finnbogadóttir.
Dökkbleikt lið Grunnskóla Borgarfjarðar skipa:
Bjarney Sól Tómasdóttir – armbeygjur/hreystigreip
Andri Freyr Dagsson – upphífingar/dýfur
Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir og Haukur Birgisson – hraðabraut
Ragnheiður Árnadóttir og Grímur B. Einarsson – varamenn