Karlakórinn Söngbræður verður með tónleika í Borgarneskirkju fimmtudaginn 27. mars næstkomandi. Tónleikarnir eru í samvinnu við Krabbameinsfélag Borgarfjarðar í tilefni Mottumars. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og hressileg og sex kórfélagar syngja einsöng. Undirleikari er Heimir Klemensson og stjórnandi Viðar Guðmundsson.
Aðgangseyrir kr. 2.000 og tónleikarnir hefjast kl. 20.30.