Nú stendur yfir verkfall framhaldsskólakennara og óvíst hve lengi það varir.
Ákveðið hefur verið að Borgarbyggð bjóði öllum framhaldsskólanemendum í Menntaskóla Borgarfjarðar og nemendum í öðrum skólum sem eiga lögheimili í Borgarbyggð, frítt í sund og þreksali sem sveitarfélagið rekur, á meðan að á verkfalli stendur. Þetta gildir eingöngu á skólatíma og eru framhaldsskólanemendur hvattir til að notfæra sér þetta boð.