Árshátíð Grunnskóla Borgarness

mars 19, 2009
Unglingarnir í Nemendafélagi Grunnskóla Borgarness setja í ár á svið í Óðali leikritið „Skólavaktin“ sem er frumsamið leikrit um líf og starf í Grunnskólanum í Borgarnesi. Unglingarnir sömdu handritið sjálf og taka þarna sérstaklega til skoðunar ávana og kæki kennara sinna og gera að þeim góðlátlegt grín.
Það er Eygló Lind Egilsdóttir sem leikstýrir unglingunum að þessu sinni. Frumsýnt verður föstudaginn 20. mars næstkomandi. sjá www.odal.borgarbyggd.is
Sýningar í Óðali verða sem hér segir:
Föstudaginn 20. mars kl. 17.00 og 20.00
Sunnudaginn 22. mars kl. 20.00
Mánudaginn 23. mars kl. 17.00 og 20.00
Miðaverð er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir börn 16 ára og yngri.
Miðapantanir í síma 437-1287 eftir kl. 14.00
Styrkjum unglingana okkar í starfi sínu!
 
 

Share: