Stóra upplestrarkeppnin – lokahátíð

mars 17, 2009
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi miðvikudaginn 18. mars og hefst kl. 14.00. Þetta er landshlutakeppni og þarna keppa lið Vesturlands. Liðin sem keppa eru frá Grunnskólanum í Borgarnesi, Varmalandsskóla, Heiðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Búðardal og Laugagerðisskóla. Á hátíðinni verða flutt tónlistaratriði og skáld hátíðarinnar kynnt.
Allir eru velkomnir í Þinghamar á meðan húsrúm leyfir.
 

Share: