Hér er að finna algengar spurningar sem berast okkur er varðar þjónustu sveitarfélagsins.
Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar af hér, þá biðjum við þig um að senda fyrirspurn á thjonustuver@borgarbyggd.is.
Almennar upplýsingar
Hér er að finna upplýsingar um stofnanir í Borgarbyggð, símanúmer og vefsíður.
Opnunartíma er almennt hægt að finna á heimasíðum hverrar stofnunar fyrir sig.
Móttökustöð fyrir úrgang og endurvinnsluhráefni er staðsett á Sólbakka 12 í Borgarnesi.
Opnunartími stöðvarinnar
- Sunnadaga til föstudaga frá kl. 14:00-18:00.
- Laugardögum frá 10:00-14:00.
Nánari upplýsingar um stöðvar Íslenska gámafélagsins er hægt að nálgast hér.
Upplýsingar um snjómokstur og hálkueyðingu er hægt að nálgast hér.
Rotþrær við íbúðarhús í dreifbýli og sumarhús eru hreinsaðar á þriggja ára fresti og gjöld fyrir losun rotþróar eru innheimt samhliða fasteignagjöldum. Gjald fyrir eina hreinsun skiptist á þrjú ár.
Hægt er að skoða framvindu tæmingu á rotþró á kortasjá Borgarbyggðar undir Veitur > Fráveita > Rotþrær.
Gjaldskrá Borgarbyggða er að finna hér.
Sótt er um leyfi til gæludýrahalds í gegnum þjónustugátt Borgarbyggðar, undir Umsóknir> Umhverfismál.
Gæludýraeftirlit er í höndum Áhaldahúss. Hægt er að koma fyrirspurnum og ábendingum til verkstjóra áhaldahúss í síma 892 5678 eða á netfangið ahaldahus@borgarbyggd.is. Allar auglýsingar um gæludýr í óskilum eru birtar ásamt myndum á Facebooksíðu Áhaldahússins.
Fjármál
Reikningar frá Borgarbyggð eru aðgengilegir inn á þjónustugátt Borgarbyggðar undir gjöld.
Álagningarseðlar fasteignagjalda eru á Mínar síður – Pósthólf á síðunni island.is/
Reikningar birtast fasteignaeigendum í heimabanka en yfirlit yfir reikninga og greiðslur er á heimasíðu Borgarbyggðar í Þjónustugátt. Greiðsluseðlar á pappír eru sendir til þeirra sem eru 73 ára og eldri og til lögaðila sem eru ekki með rafrænar lausnir.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eiga rétt á afslætti af fasteignaskatti skv. reglum og ákvörðun sveitarstjórnar hvert ár, sbr. heimild í 5. gr. laga 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67 ára. Afslátturinn er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna síðasta árs er afsláttur endurskoðaður og leiðréttur.
Nánari upplýsingar um gjaldskrár er hægt að nálgast hér.
Frístund
Skráning í frístund fer fram í gegnum https://fristund.vala.is/umsokn
Hvernig nota ég frístundastyrkinn?
Flest íþrótta- og tómstundafélög nota Sportabler skráningakerfi. Þegar þú skráir barnið hakar þú í þar til gerðan reit þar sem þú segist ætla að nota styrkinn.
Hverjir eiga rétt á frístundastyrk hjá Borgarbyggð?
Börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára sem eiga lögheimili í Borgarbyggð.
Get ég notað styrkinn ef barnið mitt æfir í öðru sveitarfélagi?
Óskaðu eftir því við félagið að þeir geri samkomulag við Borgarbyggð – thjonustuver@borgarbyggd.is
Get ég notað styrkinn á öll námskeið?
Hægt er að nota styrkinn í skipulagt frístundastarf sem er samfellt í a.m.k. 10 vikur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Hvar get ég séð hvað barnið mitt á mikið eftir af styrknum?
Þú getur fundið þær upplýsingar í þjónustugátt Borgarbyggðar undir Frístundastarf.
Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar
Þær upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Hér er hægt að nálgast gjaldskrá íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð.
Árskort í sund og líkamsrækt eru aðgengileg í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar, eldri borgurum í Borgarbyggð að kostnaðarlausu.
Skipulags- og byggingarmál
Byggingarmál
Upplýsingar um símatíma og viðtalstíma hjá embættismönnum Skipulags- og umhverfissviðs eru á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli klukkan 9:30 og 11:30.
Á heimasíðu Borgarbyggðar, forsíðu, eru nokkrir gagnlegir hnappar þar á meðal einn er á við um lausar lóðir. Þar er að finna reglur um úthlutanir lóða ásamt þeim sem eru lausar til umsóknar hverju sinni.
Sækja þarf um stöðuleyfi til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem eru sérstaklega skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna, þ.m.t. á lóðum:
- Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. okt. – 1. maí.
- Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum (ætluð til flutnings) og stór samkomutjöld.
Sótt er um stöðuleyfi í gegnum þjónustugátt Borgarbyggðar undir Umsóknir > Byggingarmál.
Stöðuleyfi gildir í eitt ár.
Ef svæðið er ekki deiliskipulagt þá þarf þess.
Nánari upplýsingar um grenndarkynningar byggingarleyfa er að hægt að nálgast hér.
Þú finnur gjaldskrána á heimasíðu borgabyggðar undir Gjaldskrár – Skipulags- og umhverfissvið.
Byggingarstjóri sækir um lokaúttekt á þjónustugátt Borgarbyggðar undir Umsóknir > Byggingarmál byggingastjóri.
Skipulagsmál
Verð lóðar fer eftir gatnagerðar- og tengigjöldum hennar. Gjöldin eru reiknuð út frá stærð lóðar og nýtingarhlutfalli.
Hér má nálgast reglur Borgarbyggðar um úthlutun.
Til þess að stofna lóð þarf landeigandi að finna hönnuð sem hefur fengið leyfi til að annast gerð merkjalýsinga, svokallaður merkjalýsandi. Hægt er að fylgjast með þeim hér á lista á vef HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar).
Merkjalýsandi skilar inn gögnum bæði til HMS, á tilheyrandi vef og til sveitarfélagsins. Hér er Sniðmát af merkjalýsingu sem ætlast er til að skilað sé inn til HMS.
Ferlið: frá landeiganda/hönnuði til sýslumanns
Merkjalýsandi eða landeigandi skila inn umsókn til sveitarfélagsins um stofnun/afmörkun lóðar og er hún tekin fyrir á fundi. Oftast fara slíkar umsóknir fyrir afgreiðslufund skipulagsfulltrúa sem eru að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði. Merkjalýsandi þarf að hafa stofnað mál á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), tengt sveitarfélagið við málið og skilað inn tilheyrandi gögnum.
Þegar bæði sveitarfélagið og HMS hafa samþykkt stofnun/afmörkun lóðar, fylgir starfsmaður skipulagssviðs málinu eftir og stofnar/afmarkar lóð sem fær nýtt landeignanúmer og fasteignanúmer. Að lokum afhendist lóðin inn á biðskrá sýslumanns í tilheyrandi sveitarfélag. Sýslumanni er þá sent undirritað lóðablað til þinglýsingar. Þegar búið er að þinglýsa lóðarblaði á nýstofnaða lóð og landeignina sem verið er að taka úr fær sveitarfélagið, landeigandi og sýslumaður sitt eintak hver af lóðablaðinu.
Ferlið getur tekið mislangan tíma allt eftir álagi á hverjum stað fyrir sig en einnig eftir því hvort einhverjir hnökrar koma upp eins og ef gögnin reynast ekki rétt eða þinglýsingarferlið er snúið. Því er gott að vera með öll tilheyrandi gögn sem þarf að þinglýsa strax í upphafi ferilsins til þess að takmarka biðtíma. Einnig að vera viss um að réttar upplýsingar séu á þeim skjölum sem skilað er inn í upphafi.
Gott er að gera ráð fyrir 2-3 mánuðum fyrir ferlið og sótt er um í gegnum þjónustugátt Borgarbyggðar.
Á heimasíðu Borgarbyggðar, forsíðunni, er hnappurinn Kortasjá. Einnig getur þú smellt hér og farið beint inn á síðuna. Þar til hægri er flettigluggi (ef hann sést ekki ýtið þá á bláu línurnar þrjár). Þegar valið er Skipulag með því að ýta á plúsinn fyrir aftan, opnast annar gluggi þar sem hægt er að velja einstök atriði frekar en að haka beint við boxið fyrir framan textann. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af tveimur valmöguleikum undir skipulagsmál, annars vegar er hakað í deiliskipulag og hins vegar í aðalskipulag. Neðst í valglugganum birtist tengill fyrir núgildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.
Á vef Vegagerðarinnar, Námur, eru góðar leiðbeiningar um efnistökusvæði. Þar er farið í þau lög og reglugerðir sem gilda um efnistökusvæði, hvaða leyfi þurfi til efnistöku og hvaða gögnum þurfi að skila inn auk fróðlegra upplýsinga um jarðmyndanir og landslag.
Mælt er með að kynna sér vel regluverkið og það skipulag sem í gildi er á svæðinu sem um ræðir.
Núgildandi aðalskipulag sveitarfélagsins
Er deiliskipulag á svæðinu? Vefsjá Skipulagsstofnunar
Samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 þarf framkvæmdaleyfi fyrir þeim framkvæmdum sem eru í samræmi við skipulag en eru ekki háðar ákvæðum um mannvirki.
Það fer svo eftir umfangi framkvæmdanna hvort þær séu háðar leyfi sem sveitarfélagið tekur afstöðu til og þarf því ávallt að senda fyrirspurn um það til skipulagsdeildar.
Sótt er um í gegnum þjónustugátt Borgarbyggðar og valið Umsóknir > Skipulagsmál-Umsækjandi > Fyrirspurn um skipulagsmál eða velja > Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Þegar gerð er aðalskipulagsbreyting eru margir aðilar sem koma að ferlinu frá upphafi til enda.
Fyrst skila landeigandi og hönnuður lýsingu að breytingu aðalskipulags til sveitarfélagsins. Er hún tekin til afgreiðslu á fundi skipulags- og byggingarnefndar og hjá sveitarstjórn. Lýsing er þá auglýst í 10-20 daga í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila og hagsmunaaðilum gefið færi á að koma með ábendingar. Umsagnir og ábendingar eru svo sendar á hönnuð til yfirferðar.
Í einhverjum tilfellum getur verið hér aukaskref þar sem vinnslutillaga er send inn til sveitarfélagsins og er farið með hana á sama máta og lýsinguna en þó getur verið efnt til íbúafundar í þessu skrefi.
Næst kemur tillaga að breytingu á aðalskipulagi til sveitarfélagsins til auglýsingar sem fer aftur fyrir nefnd og sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna til auglýsingar að teknu tilliti til álits Skipulagsstofnunar en óska þarf heimildar til að auglýsa tillögur að breytingu aðalskipulags til stofnunarinnar. Eftir samþykki er tillagan auglýst í a.m.k. lögbundnar 6 vikur í skipulagsgáttinni. Aftur er óskað eftir umsögnum og hagsmunaaðilum gefið færi á að gera athugasemdir ef einhverjar eru. Umsagnir og athugasemdir eru sendar á hönnuð eftir kynningartímann.
Tilbúin breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur til staðfestingar sveitarstjórnar sem sendir frá sér undirritað skjal til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og varðveislu. Þegar stofnunin hefur yfirfarið breytinguna og samþykkt hana fyrir sitt leyti, er hún auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og öðlast gildi.
Gott er að gera ráð fyrir 8-12 mánuðum í ferlið frá upphafi til enda.
Nánari upplýsingar eru tiltækar á vef Skipulagsstofnunar.
Þegar áætlað er að gera nýtt deiliskipulag þarf oftast að gera lýsingu á deiliskipulagi fyrst ekki nema í aðalskipulagi séu þættir deiliskipulags vel skilgreindir. Landeigandi og hönnður skila þá inn lýsingu til sveitarfélagsins sem er tekin til afgreiðslu á fundi skipulags- og byggingarnefndar en nefndin fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar í þeim málum.
Lýsing er auglýst í 10-20 daga í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og óskað er eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Hagsmunaaðilum gefst þá færi á að koma með ábendingar ef einhverjar eru. Umsagnir og ábendingar eru svo sendar á hönnuð til yfirferðar.
Tillaga að nýju deiliskipulagi er nú send til sveitarfélagsins til auglýsingar og fer fullnaðarafgreiðslan fram hjá skipulags- og byggingarnefnd. Auglýst er í a.m.k. lögbundnar 6 vikur í skipulagsgáttinni. Aftur er óskað eftir umsögnum og hagsmunaaðilum gefið færi á að gera athugasemdir ef einhverjar eru. Umsagnir og athugasemdir eru sendar á hönnuð eftir kynningartímann.
Að lokum er tilbúið deiliskipulag sent til sveitarfélagsins þar sem það er tekið fyrir hjá nefndinni og samþykkt. Undirrituð skjöl eru send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og varðveislu. Stofnunin hefur þrjár vikur til þess að koma með athugasemdir við nýtt deiliskipulag.
Sveitarfélagið sendir auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um nýtt deiliskipulag sem þá öðlast gildi.
Gott er að gera ráð fyrir 6-8 mánuðum í ferlið frá upphafi til enda.
Nánari upplýsingar eru tiltækar á vef Skipulagsstofnunar.
Skipulagsgáttin er samráðsgátt um skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfum. Þar er hægt að finna upplýsingar um mál í vinnslu hverju sinni, hægt að gera athugasemdir við mál á kynningartíma og nálgast endanleg gögn og afgreiðslur mála.
Á vefnum er hægt að skoða mál í kortasjá til þess að geta betur áttað sig á staðsetningu og umfangi framkvæmdar eða skipulagsáætlunar.
Sveitarfélögin sjá um ferli aðalskipulags- og deiliskipulagsmála og samþykkja þau fyrir sitt leyti. Þau veita byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi og hafa eftirlit með framkvæmdum í sveitarfélaginu.
Landeigendur og framkvæmdaaðilar geta óskað eftir að gerð verði breyting á aðalskipulag sveitarfélagsins og unnið tillögur að deiliskipulögum að fenginni heimild sveitarstjórnar í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Ýmsar opinberar stofnanir veita umsagnir við skipulagsáætlanir sem eru í ferli hjá sveitarfélaginu hverju sinni. Má þá nefna Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrustofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Slökkvilið Borgarbyggðar, Umhverfisstofnun, Vegagerðin, RARIK og Veitur.
Almenningur getur komið að vinnu við gerð áætlana í gegnum íbúafundi eða annað samráð sem sveitarfélagið stendur fyrir. Við formlega kynningu skipulagsáætlana getur almenningur einnig komið með skriflegar athugasemdir til sveitarstjórnar sem hagsmunaaðilar.
Skipulagsstofnun hefur eftirlit með framkvæmd skipulagslaga og -reglugerðar sem felst m.a. í því að veita leiðbeiningar, fara yfir skipulagstillögur sveitarfélaga, staðfesta aðalskipulag og svæðisskipulag, varðveita og miðla áfram upplýsingum um gildandi skipulagsáætlanir.
Skólar og leikskólar
Sótt er um í þjónustugátt Borgarbyggðar undir skólaþjónusta.
Þú finnur helstu upplýsingar um leikskóla Borgarbyggðar hér .
Umhverfismál
Par- og raðhús ásamt tvíbýlum í þéttbýli geta óskað eftir samnýtingu íláta, gegn skriflegri undirritun allra fasteignareigenda, fullt nafn og kennitala, ásamt fasteignanúmerum, þar sem kveðið er á um hvar ílátin skulu staðsett. En þau verða öll að vera staðsett á sama stað.
Tvíbýli í dreifbýli geta óskað eftir samnýtingu íláta, gegn skriflegri undirritun allra fasteignaeigenda, fullt nafn og kennitala, ásamt fasteignarnúmerum, þar sem kveðið er á um hvar ílátin skulu staðsett. En þau verða öll að vera staðsett á sama stað, s.s. við sama fastanúmer/íbúð.
Um slíkar undanþágur er farið með eins og skiptingu gjalda í fjölbýlishúsum; fast gjald leggst á öll staðföng og kostnaði vegna íláta er deilt niður á staðföng. Gjald pr. ílát er skv. gjaldskrá.
Skriflegar og undirritaðar umsóknir, með ofangreindum upplýsingum, skulu berast til ráðhúss að Digranesgötu 2 merkt ,,Deild umhverfis- og landbúnaðarmála“.
Allar helstu upplýsingar um endurvinnslu og flokkun er að finna hér.
Mjólkurfernur og djúsfernur eru endurvinnanlegar þar sem til er sérgeindur endurvinnsluferill fyrir þær. Ekki þarf að rífa plasttappa eða álfilmur frá.