Alma Ómarsdóttir |
Alma lauk á sínum tíma meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og hafði samskipti stúlkna við erlenda hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að viðfangsefni og hvernig yfirvöld brugðust við þeim. Við rannsókn sína fékk hún aðgang að gögnum Ungmennaeftirlitsins og Ungmennadómstólsins, sem rannsökuðu og dæmdu í málum stúlkna en hafði einnig undir höndum gögn vinnuskólans að Kleppjárnsreykjum.
Þangað voru stúlkur sendar ef sannað þótti að þær ættu í sambandi við erlenda hermenn. Hún vinnur að gerð heimildamyndar um hernámsárin á Íslandi, þar sem saga stúlknanna er rakin.
Að venju verður boðið til kaffiveitinga, sem kosta 500 krónur og að þeim loknum verða umræður.