Álagningarseðlar fasteignagjalda 2007 eiga fyrir nokkru að hafa borist til allra fasteignaeigenda í Borgarbyggð. Seðlarnir voru seinna á ferðinni en til stóð vegna tafa við vinnslu gjaldanna sem m.a. stafar af að nú eru sveitarfélög skyldug að nota nýtt álagningarkerfi sem Fasteignamat ríkisins hefur látið gera.
Greiðsluseðlar vegna fyrsta gjalddaga, sem var 15. febrúar, voru einnig mjög seint á ferðinni en þeir eru allir farnir út nú. Ýmsar ástæður ollu því að þeir voru ekki sendir út fyrr en í dag en þeir eiga að berast gjaldendum í síðasta lagi föstudaginn 9. mars.
Beðist er velvirðingar á því hvað þetta hefur dregist og er von okkar að það komi ekki fyrir aftur að greiðsluseðlar gjaldanna fari svona seint út