Stofnað hefur verið útvarpsráð á vegum nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi til að halda utan um útvarpsútsendingar beint frá Óðali. Til að byrja með verða útsendingarnar á milli kl. 18:00 og 22:00 alla fimmtudaga. Útsendingar eru sendar út á FM. Óðal 101,3 og hefjast útsendingar fimmtudaginn 13. mars n.k. Sjá hér auglýsingu frá útvarpsráði.