Borgarbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhaldahús Borgarbyggðar.
Helstu verkefni:
Vinna við umhirðu og grasslátt á opnum svæðum.
Önnur tilfallandi verkefni áhaldahúss.
Hæfniskröfur
Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur.
Lágmarksaldur 18 ára.
Launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfstími er frá byrjun júní til ágústloka 2016.
Umóknarfrestur er til og með 23. mars 2016. Upplýsingar um starfið veita Guðrún S. Hilmisdóttir í síma 433 7100 og Ámundi Sigurðsson í síma 892 5678. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum ásamt náms- og starfsferilskrá á netfangið gudrunh@borgarbyggd.is.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.