Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms hefur að undanförnu sýnt leikritið „Á svið“ eftir Rick Abbott í félagsheimilinu Lyngbrekku. Nú eru búnar fimm sýningar og aðsókn hefur verið góð. Leikhópurinn hefur fengið mjög góð viðbrögð við sýningunni og áhorfendur skemmta sér konunglega. Ákveðið hefur verið að hafa tvær aukasýningar, laugardaginn 7. mars og sunnudaginn 8. mars næstkomandi og hefjast þær kl. 20.30. Nú er um að gera að drífa sig í Lyngbrekku og skemmta sér eina kvöldstund. Aðalfundur leikdeildar Ungmennafélagsins Skallagríms verður svo haldinn í Lyngbrekku miðvikudaginn 11. mars n.k. og hefst kl. 20.00.