Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta fyrsta tölublað ársins 2008. Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa að venju; stærstu greinarnar fjalla um skólastefnu Borgarbyggðar, framkvæmdir á árinu 2007 og fjölsótta ferðamannastaði í Borgarbyggð. Fastir liðir eru sveitarstjórnarmaðurinn; sem að þessu sinni er Ingunn Alexandersdóttir, fréttaritari úr sveitinni; er Sigvaldi Ásgeirsson og ljóðið sem prýðir blaðið nú er eftir Þórdísi Sigurbjörnsdóttur. Á baksíðunni er sorphirðudagatal fyrir árið 2008 og er gert ráð fyrir að hægt sé að klippa það af og geyma.
Myndin sýnir forsíðu fréttabréfsins.