Borgarbyggð auglýsir eftir öflugum leiðtoga

febrúar 26, 2016

Borgarbyggð auglýsir stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar.

 
Starfssvið

  • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
  • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og mannauðsmálum
  • Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og byggðarráðs
  • Sveitarstjóri gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við og annast samskipti við íbúa, stofnanir, samtök og fyrirtæki

 
Hæfniskröfur

  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þekking og farsæl reynsla af stjórnun, mannauðsmálum, stefnumótun og rekstri
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er æskileg
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur

 
Upplýsingar veita
Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is
Leifur Geir Hafsteinsson leifur@hagvangur.is
 
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 7. mars n.k.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Tekið skal fram að Borgarbyggð áskilur sér rétt til að birta lista yfir umsækjendur opinberlega að umsóknarfresti liðnum.
 
Sjá auglýsingu um starfið með því að smella hér.
 

Share: