Kleinufundur slökkviliðs Borgarbyggðar

febrúar 24, 2014
Kleinufundur Slökkviliðs Borgarbyggðar var haldinn í liðinni viku. Skýrsla Slökkviliðsins fyrir árið 2013 var kynnt á fundinum. Þar kom m.a. fram að útköll á árinu voru 29 talsins, haldnar voru 22 æfingar og ein hópslysaæfing. Þá sinnir liðið ýmsum fræðslu og forvarnarverkefnum. Farið var með verkefnið um Loga og Glóð í alla leikskóla og eldvarnafræðsla var fyrir öll 8 ára börn í grunnskólum sveitarfélagsins. Einnig samstarfsverkefni slökkviliðs og lögreglu „Ekkert fikt“ en þar er farið yfir lög, reglur og meðferð flugelda með nemendum í 7. bekkjum grunnskólanna.
Auk slökkviliðsmanna sátu Páll Brynjarsson sveitarstjóri og Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður fundinn og naut Jónína þess heiðurs að vera eina „fundarkonan“.
 

Share: