Íbúafundur í Hjálmakletti á miðvikudag

febrúar 9, 2015
Íbúafundur um skipulagsmál og kynning á uppbyggingu í sveitarfélaginu

 

Borgarbyggð boðar til íbúafundar miðvikudaginn 11. febrúar næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00.

 

Á fundinum verður m.a. rætt um aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 og könnuð afstaða íbúa sveitarfélagsins til breytinga á því.

Sagt verður frá uppbyggingu og ýmsum framkvæmdum sem eru í gangi eða eru fyrirhugaðar í sveitarfélaginu og munu fulltrúar ísganga í Langjökli kynna stöðu framkvæmda við þau.

 

Einnig verður deiliskipulag fyrir ísgöngin í Langjökli kynnt og samsvarandi breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

 

Í lok fundar verða umræður og fyrirspurnir og kaffi á könnunni.

 

 

Jökull Helgason

Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs

Borgarbyggðar

 

 

Share: