Verið velkomin á opnun sýningarinnar Útverðir eftir Elínu Elísabetu Einarsdóttur, í Safnahúsi Borgarfjarðar, Borgarnesi, þann 8. nóvember milli 15 og 17. Á opnuninni gefur Elín einnig út ljóðabókina Útverðir í 100 tölusettum eintökum, risoprentuðum og saumuðum á Patreksfirði.
Sýningin er styrkt af Myndstef og stendur til 6. desember.
Elín Elísabet Einarsdóttir (f. 1992) er myndlistarmaður og teiknari sem ólst upp í Borgarnesi. Hún fæst þessa dagana að mestu við olíumálverk og ljóð og vinnur gjarnan verk sín á afskekktum stöðum. Elín lærði teikningu í Myndlistaskólanum í Reykjavík og myndlist í Listaháskóla Íslands. Við undirbúning á sýningunni ferðaðist Elín á slóðir ætta sinna, en amma hennar fæddist að Syðra-Lóni 1930 og afi hennar í Kollsvík árið eftir. Röð tilviljana réði því að þau kynntust í Borgarnesi og bjuggu þar alla tíð síðan. Síðastliðið sumar málaði hún utardyra á báðum þessum stöðum, kynnti sér náttúrulíf og andrúmsloft staðanna, las og skrifaði.
Á sýningunni verða málverk sem eru máluð á þessum tveimur afskekktu stöðum þar sem Elín Elísabet á rætur, auk æskuslóða hennar í fjörum og klettum í Borgarnesi. Þetta eru olíumálverk, gjarnan máluð á fundið efni; viðarplötur sagaðar niður úr fyrri verkefnum, afganga úr skúrum og verkstæðum. Skrif eru stór hluti af ferlinu og sjá má prentuð ljóðbrot innan um pensilstrokur málverkanna. Ljóðabókin Útverðir kemur út meðfram sýningunni en Elín prentaði hana og saumaði saman á verkstæði Skriðu útgáfu á Patreksfirði.
Elín Elísabet Einarsdóttir’s solo exhibition, Outposts, opens in the Borgarnes Museum on November 8th at 3-5 PM. Elín also publishes a poetry book of the same name in an edition of 100 riso printed and hand sewed copies.
The exhibition is partially funded by Myndstef and will be open until December 6th.
