Krakkakirkja 🎃

nextjs

Nú er hrekkjavakan á næsta leiti – og víst að þessi hátíð vekur upp hjá okkur allskonar tilfinningar!
Í krakkakirkjunni ætlum við að tala um óttann!
Minna okkur á að það er ekkert að óttast – þó tilfinningarnar okkar séu allskonar og stundum alveg í flækju!
Við ætlum að tala um hvað við óttumst
Hvað við getum gert þegar við erum hrædd
Við ætlum að syngja, dansa, lesa sögur og spjalla – um óttann og allar hinar tilfinningarnar! Við ætlum líka að fá okkur eitthvað að maula og njóta samverunnar
Börn á öllum aldri eru velkomin með fullorðna fólkinu sínu!
Velkomið að koma í búning!
Velkomið að koma með bangsa sem við getum knúsað ef við verðum hrædd 😃
Við hlökkum til að sjá ykkur í krakkakirkjunni!
Sunnudaginn 2. nóvember kl 16:00!

Alzheimerkaffi í Borgarnesi

nextjs

Alzheimer samtökin standa fyrir kaffiboði í hátíðarsal Brákarhlíðar þann 30. október kl.17:00.
Fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta.
Gestur að þessu sinni er Guðríður Ringsted (Dúdda) geðhjúkrunarfræðingur.
Létt tónlist og kaffiveitingar, kaffigjald er 500 kr.
Engin þörf er að skrá sig, nóg er að mæta.

Opið hús í Varmalandi. Afrakstur vinnu nemenda við fjölmenningu

nextjs

Fimmtudaginn 30. október frá kl. 14:00–16:00 bjóða GBF Varmalandsdeild og leikskólinn Hraunborg öllum í heimsókn.
Gestum gefst tækifæri til að skoða afrakstur verkefna nemenda sem unnin hafa verið í tengslum við fjölmenningu.
Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér fjölbreytt og öflugt starf skólanna.

Skallagrímur gegn Fjölnir

nextjs

Skallagrímur tekur á móti Fjölni í þriðju umferð 1.deildar karla í körfubolta.

Tónlistar bingó

nextjs

Tónlistarbingó fyrir fjölskylduna, stóra sem smáa, allir geta verið með.