Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð.
Húsafell 3, verslunar- og þjónustusvæði við Kaldadalsveg
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13.11.25 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Húsafell 3, verslunar- og þjónustusvæði við Kaldadalsveg í Borgarbyggð.
Tillagan tekur til stækkunar á skipulagssvæði úr 1,5ha í 4,8ha og liggja mörk skipulagssvæðisins meðfram Kaldadalsvegi eftir stækkun. Bætt er við lóð á milli núverandi lóðar „Into the Glacier“ og Kaldadalsvegar þar sem gert er ráð fyrir fjórum geymsluhúsum. Á svæðinu milli Kaldadalsvegar og nýrrar lóðar og austan núverandi byggingar verða jarðvegsmanir til að milda ásýnd að lóðunum. Aðkomuvegur sem tengdur er Kaldadalsvegi er færður til austurs um 180m til samræmis við núverandi legu vegarins. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Skipulagstillagan er aðgengileg hér í skipulagsgátt.
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is mál nr. 1551/2025) frá 26.11.2025 til og með 12.01.2026 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagssviði.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 26. nóvember, 2025.
