Sundlaugar og íþróttamannvirki

Sundlaugar og þróttamannvirki eru á þremur stöðum í Borgarbyggð, í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi.

Skallagrímsvöllur

Völlurinn, sem er við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi er 105m x 68m að stærð, við hann er grasstúka fyrir áhorfendur og 6 brauta fullkominn frjálsíþróttavöllur lagður Politan gerfiefni þar sem trimmarar og skokkarar hafa einnig aðgang að. Við enda vallarins er 115 x 80 m æfingasvæði fyrir knattspyrnuiðkun og tilhliðar við æfingavöllinn er sparksvæði sem almenningur hefur aðgang að.

Bent er á heimasíðu Ungmennafélagsins Skallagríms varðandi mót og æfingar á vellinum.


Sundlaugin og íþróttamiðstöðin í Borgarnesi

Þorsteinsgötu 1
Sími: 433 7140

Í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fara fram skólaíþróttir barna í Grunnskólanum í Borgarnesi, knattspyrna, körfuknattleikur og blak. Einnig er þar að finna aðal þreksal Borgarbyggðar og sundlaug með vatnsrennibraut.


Sundlaugin og íþróttamiðstöðin á Varmalandi

Varmalandi
Sími: 437 1401

Sundlaugin á Varmalandi er opin almenningi á sumrin.

Íþróttamiðstöðin á Varmalandi er fyrst og fremst skólamannvirki á veturna en almenningur getur komist í þreksal, heitan pott og sundlaug á skólatíma verði því við komið vegna kennslu.

Æfingar hjá Ungmennafélagi Stafholtstungna eru seinni part dags og auglýstar sérstaklega í Grunnskóla Borgarfjarðar og víðar.

Á sumrin er rekið tjaldstæði á svæðinu.

Félagsheimilið Þinghamar er leigt út fyrir ýmiss tilefni (t.d. ættarmót).


Sundlaugin og íþróttamiðstöðin á Kleppjárnsreykjum


Kleppjárnsreykjum
Sími: 435 1140

Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum er opin allt árið en er með sumaropnun frá 1. júní – 20. ágúst.

Í Íþróttamiðstöðinni á Kleppjárnsreykjum fara fram skólaíþróttir barna í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjardeild, sundæfingar og þrek.

Æfingar hjá Ungmennafélagi Reykdæla eru auglýstar á töflu íþróttamiðstöðvarinnar, í Grunnskóla Borgarfjarðar og víðar.

Vetraropnun (21. ágúst- 31. maí):

  • Mánudaga – föstudaga kl. 08:00 – 16:00
  • Fimmtudaga kl. 19:00 – 22:00
  • Sunnudagar kl. 13:00 – 18:00

Sumaropnun (1. júní – 20. ágúst):

  • Mánudaga – föstudaga: kl. 09:00 – 18:00
  • Laugardaga – sunnudaga: kl. 09:00 – 18:00