Héraðsskjalasafnið er opinbert skjalasafn fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og starfar eftir lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.
Markmið safnsins er að varðveita og skrá öll opinber skjöl að skjölum ríkisstofnana frátöldum. Safnið sækist einnig eftir að fá til varðveislu skjöl og myndir frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum á safnsvæðinu. Safnið veitir almenningi aðgang að framangreindum skjölum nema á þeim hvíli leynd samkvæmt lögum eða sérstökum ákvæðum þar að lútandi.
Þeir sem eru með skilaskyld skjöl eða skjöl sem að þeirra mati eiga heima á Héraðsskjalasafninu eru beðnir að hafa samband við héraðsskjalavörð í Safnahúsi Borgarfjarðar að Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi í netfangið skjalasafn@safnahus.is.