Félagastarfsemi

Ýmis konar klúbbar, samtök og áhugamannafélög eru með virka starfsemi og standa fyrir reglulegum viðburðum. Kórastarf í sveitarfélaginu er öflugt og það sama má segja um leikfélögin.  Árið um kring er hægt er að sækja sér nýja þekkingu á námskeiðum og fyrirlestrum af ýmsum toga í Borgarbyggð.

Kórastarfsemi

Öflugt kórastarf er víðsvegar í sveitarfélaginu og því um að gera að drífa sig og mæta á æfingar, því það er sannarlega bæði gaman og gefandi. Stærstu kórarnir í sveitarfélaginu eru eftirfarandi: Freyjukórinn, Karlakórinn Söngbræður, Reykholtskórinn og kirkjukórinn í Borgarnesi.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við kórstjóra í gegnum Facebook síðu kóranna.

Kvenfélög

Alls eru níu kvenfélög í Borgarbyggð á  skrá hjá Sambandi borgfirskra kvenna. Um er að ræða Kvenfélag Borgarness, Kvenfélag Stafholtstungna, Kvenfélag Þverárhlíðar, Kvenfélag Reykdæla, Kvenfélagið 19. júní, Kvenfélag Lunddæla, Kvenfélag Hvítársíðu, Kvenfélag Hálsasveitar og Kvenfélag Álftaneshrepps.

Nánari upplýsingar um formenn, símanúmer og netföng er að finna á heimasíðu Kvenfélagasamband Íslands, www.kvenfelag.is.

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs

Félagið er áhugamannafélag göngufólks sem vill stuðla að ferðalögum um Ísland, einkum á Vesturlandi.

Á heimasíðu félagsins er hægt að sjá nánari upplýsingar um gönguleiðir, hvaða viðburðir eru framundan og skráning í félagið.

Heimasíða félagsins er www.ffb.is. 

Rótarýklúbbur Borgarness

Rótarýklúbbur Borgarness tilheyrir Rótarý á Íslandi er og hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu. Samkvæmt heimasíðu klúbbsins er starfið í meginatriðum byggt á vikulegum fundum með erindum, umræðum og kynningu félaga á starfsgrein þeirra og verkefnum, svo og umfjöllun um margvísleg hagsmunamál íbúa.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.rotary.is.

Lionsklúbbur Borgarness

Samkvæmt heimasíðu Lions er hreyfingin stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims. Lögð er áhersla á vináttu félaganna og fjölskyldna þeirra og öðlast félagar félagslega þjálfun og fá einnig markvissa fræðslu.

Lionsklúbburinn í Borgarbyggð heitir Agla og hægt er að nálgast upplýsingar á Facebook síðu hreyfingarinnar.

Björgunarsveitir

Í sveitarfélaginu eru starfræktar þrjár björgunarsveitir; Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin Heiðar og Björgunarsveitin OK.

Björgunarsveitin Brák

Borgarnes

Netfang: brak@bjsvbrak.is

Facebook: @BjorgunarsveitinBrak.

 

Björgunarsveitin OK

Reykholt

Netfang: stjorn@bjorgunarsveitinok.is

Facebook: @okbjorgunarsveitin

Björgunarsveitin Heiðar

Varmaland

Netfang: bsv.heidar@gmail.com

Facebook: @bjsvheidar

Björgunarsveitin Elliði

Dalsmynni