Einkunnir er sérkennilegur og fallegur staður vestast í Hamarslandi við Borgarnes.
Árið 1951 samþykkti hreppsnefnd Borgarneshrepps að girða af nokkuð stóran reit til skógræktar. Skógræktarfélagið Ösp var stofnað sem deild í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar til að sinna þessu verkefni. Undir merkjum þess var stunduð skógrækt í rúm tuttugu ár.
Á síðari árum hefur sveitarfélagið séð um rekstur og framkvæmdir í Einkunnum og hefur þar verið talsvert unnið til að gera svæðið að ákjósanlegu útivistarsvæði.