Borgarsel

Frístundaheimilið í Borgarnesi heitir Borgarsel og er fyrir alla nemendur í 1-4 bekk í Grunnskóla Borgarnes. Frístund hefst eftir að skóladegi lýkur og er opin til kl 16:15.

Börn úr dreifbýli sem nýta sér sveitaskólabílinn eru skráð í frístund þar til skólabíll fer og ekki er greitt aukalega fyrir þann tíma.

Skráning í frístund fer fram í gegnum https://fristund.vala.is/umsokn            

Borgarsel býður upp  á fjölbreyttan og skemmtilega frítíma með það að markmiði að efla sjálfstraust, sjálfstæði og félagslega færni barna. Notast er við lýðræðislega starfshætti til að efla hæfni barna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir, auka frumkvæði og ýta undir sköpunargleði.

Unnið er samkvæmt viðmiðum um starfsemi frístundaheimila sem sett eru af  mennta- og menningarmálaráðuneytisins og verklagsreglur um starfsemi frístundaheimila í Borgarbyggð.

Dvalargjald fyrir klukkutíma er 350 kr og síðdegishressing kostar 150 kr á dag. Börn sem eru skráð í frístund eftir kl 14:00 eru sjálfkrafa skráð í hressingu. Mikilvægt er að upplýsa starfsfólk frístundaheimilis ef um að ræða fæðuofnæmi eða óþol.

 

Forstöðukona Borgarsels er Hugrún Hulda Guðjónsdóttir

Netfang: hugrun.gudjonsdottir@borgarbyggd.is

Sími: 847-7997.

Netfang frístund: fristund.borgarbyggd@borgarbyggd.is