Þá er komið að því, Þorrablót í Lyngbrekku þann 31. janúar næstkomandi!
Þorramatur frá Galító, Gísli Einars passar að allt fari vel fram og hljómsveitin Meginstreymi leikur fyrir dansi frameftir nóttu.
Húsið verður opnað um klukkan 20 og stefnt er að því að borðhald hefjist um 20:30.
Miðinn kostar litlar 13.000 krónur og panta má miða hjá Sigfúsi í Skiphyl í síma 892 9757 og Helga Má í Þverholtum í tölvupóstfangið helgibondi@gmail.com eða síma 869 1436. Vinsamlegast athugið að miðasölu lýkur þriðjudaginn 28. janúar.
Ekki verður posi á staðnum en hægt að greiða með reiðufé á staðnum eða millifæra á reikning 354-26-00854, kennitala 470169-0879 og senda kvittun í tölvupóstfangið skiphylur1@gmail.com.
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!