Skessur sem éta karla: Mannát og feminismi

petra

Sýningin Skessur sem éta karla : Mannát og feminismi byggir á rannsóknum þjóðfræðingsins Dagrúnar Óskar Jónsdóttur um mannát í íslenskum þjóðsögum.
Á sýningunni er sjónum beint að tröllasögunum og þau áhugaverðu kynjahlutverk sem birtast í þessum sögum þar sem það eru yfirleitt skelfilegar tröllskessur sem reyna að ná sér í saklausa menn til að hafa í matinn. Á sýningunni er því velt upp hvað þetta geti sagt okkur, meðal annars um stöðu kvenna á þeim tíma sem sögurnar tilheyra, en það er þekkt í þjóðsagnafræðum að þó að sagnirnar séu ekki sagnfræðilegar heimildir geti þær samt virkað eins og gluggi inn í fortíðina, þar sem má meðal annars sjá viðhorf, ótta, drauma og þrár þeirra sem þær segja
Á laugardaginn kl. 14.00 opnum við þessa áhugaverða sýningu með erindi Dagrúnar um sýninguna og rannsóknir sínar á þjóðsögum.
Sýningin er myndskreytt af Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur. Hún var fyrst opnuð árið 2018 og hefur síðan þá ferðast um allt land. Hún var upphaflega styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Allir velkomnir.