Smiðjan eru 2 klst og henta best fyrir börn í 3.-6. bekk (börn fædd 2012-2015).
Þátttakendur fá innsýn inn í sögu og eðli rapp tónlistar og læra að semja og flytja sinn eiginn texta. Lögð er áherslu á hugtökin inntak, flæði og flutningur. Reykjavíkurdæturnar Steinunn Jóns og Ragga Holm leiða námskeiðið en þær hafa báðar mikla reynslu af því að vinna með börnum og unglingum. Þátttaka er frí.
Gott er að skrá þátttakendur til að hægt sé að áætla veitingar fyrir hópinn.
https://forms.office.com/e/izQBnc2Vtk?origin=lprLink
Ragga og Steinunn:
Ragga Holm er menntaður tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfaði bæði sem aðstoðar forstöðumaður á frístundaheimili og félagsmiðstöð og hefur haldið margskonar námskeið fyrir grunnskólabörn, unglingadeildir og menntaskóla. Hún starfar nú sem útvarpskona á Kissfm 104.5, plötusnúður og rappari í hljómsveitinni síðan 2017. Árið 2018 gaf Ragga einnig út sóló plötuna Bipolar sem fékk góðar undirtektir.
Steinunn hefur síðan 2011 starfað sem tónlistarkona og danskennari. Hún er einn af forsprökkum hljómsveitaranna Reykjavíkurdætur og Amabadama. Fyrir texta sína á plötunni Heyrðu mig nú var hún tilnefnd textahöfundur ársins á íslensku tónlistarverðlaununum 2014/2015. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum og því að kenna bæði framkomu, dans og textasmíð.