Markmið „Nýsköpunar í vestri“ er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Dagskráin er blanda af fræðslu, reynslusögum og tengslamyndun. Þátttakendur munu læra af reyndum frumkvöðlum og kynnast nýju fólki. Hluti af dagskránni er úthlutun atvinnu- og nýsköpunarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og gefst þátttakendum tækifæri til að spjalla við …
5C sálfræðileg færniþjálfun íþróttafólks – Fræðsla fyrir iðkendur og foreldra/forráðamenn
Daði Rafnsson mun kenna íþróttafólki og foreldrum/forráðamönnum markvissar leiðir til árangurs þegar kemur að sálfræðilegri færniþjálfun. C-in fimm eru skuldbinding, samskipti, einbeiting, sjálfsstjórn og sjálfstraust. Hægt er að fræðast nánar um 5C sálfræðilega færniþjálfun hér:
Að mæta börnum með ADHD og einhverfu
Inga Aronsdóttir móðir, leikskólakennari og sérkennsluráðgjafi deilir reynslu sinni um gagnlegar leiðir til að mæta börnum sem greind hafa verið með ADHD og einhverfu í skóla og heima. Einnig verður farið yfir það hvernig hægt er að hlúa að sjálfsmynd barnanna og vellíðan þannig að þau komi sem sterkust út í lífið eftir að skólagöngu lýkur. Í lokin gefst þátttakendum …
Erindi um erfðaskrár og kaupmála / Flosi Hrafn Sigurðsson lögmaður
Lögmaðurinn Flosi Hrafn Sigurðsson heldur erindi um kosti þess að gera erfðaskrá og kaupmála.
Bókakynning Í Safnahúsi Borgarfjarðar 18. sept. kl.20:00
Bókakynning á tveimur bókum:
„Fjórir snillingar“, eftir Helga Bjarnason og „Búverk og breyttir tímar“, eftir Bjarna Guðmundsson.
Geðræktarmessa
Geðræktarmessa í Borgarneskirkju sunnudaginn 15. september kl 20:00.
Séra Heiðrún leiðir stundina og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Jónínu Ernu.
Guðríður Ringsted geðhjúkrunarfræðingur flytur hugvekju.
Kynning á væntanlegri bók um síðustu hestasveinana e. Stefán Þórarinsson
Stefán Þórarinsson kynnir væntanlega bók sína um síðustu hestasveinana á Víghól.
Prestahnúkur og Getilandsjökull
Inn í Kaldadal, við rætur Geitlandsjökuls rís Prestahnúkur hátt og gnæfir yfir svæðið. Hann er 1.226m hár með stórkostlegu útsýni til allra átta, yfir jökla og sveitir. Hér er því sannkölluð útsýnisferð í boði! Ferðin hefst og endar við veginn í Kaldadal, leiðin er fær öllum jepplingum og 4×4 bílum og koma þátttakendur sér sjálfir á svæðið. Við munum ganga …
Mugison Tónleikar – Borgarneskirkja
Góðan daginn kæru Borgnesingar ❤️ Það er alltaf svo yndislegt að spila í Borgarnesi og mig hefur lengi langað að spila í Kirkjunni ykkar.. hún er svo tignarleg á besta stað í bænum. Ég er í geggjuðu Tónleika-Maraþoni, ætla að spila í 100 Kirkjum í 100 Póstnúmerum á innan við ári. Hef lengi verið heillaður af öllum þessum kirkjum, þær …
Aðalfundur FKA Vesturland
Aðalfundur Vesturlandsdeildar FKA verður haldinn 12. september klukkan 18:00 í Arinstofunni Landnámssetrinu Borgarnesi Við hvetjum þig og konur á svæðinu til að bjóða ykkur fram til stjórnarstarfa í FKA Vesturland – kjörið tækifæri fyrir áhugasamar konur að setja mark sitt á starfið Skráning mikilvæg vegna kvöldverðar