Föstudaginn 19. apríl milli kl. 10:00 – 12:00 er myndamorgunn hjá Héraðskjalasafni Borgarfjarðar og koma til okkar sérstakir gestir.
Skessur sem éta karla: Mannát og feminismi
Sýningin Skessur sem éta karla : Mannát og feminismi byggir á rannsóknum þjóðfræðingsins Dagrúnar Óskar Jónsdóttur um mannát í íslenskum þjóðsögum. Á sýningunni er sjónum beint að tröllasögunum og þau áhugaverðu kynjahlutverk sem birtast í þessum sögum þar sem það eru yfirleitt skelfilegar tröllskessur sem reyna að ná sér í saklausa menn til að hafa í matinn. Á sýningunni er …
JÓNAS SIG & HLJÓMSVEIT
Tónlistarmaðurinn Jónas Sig verður með tónleika á Landnámssetrinu Borgarnesi þann 25. apríl næstkomandi. Jónas ætlar að spila lögin sín, segja sögur og pæla í lífinu með áheyrendum. Með Jónasi verða hrynmeistararnir og kyntröllin Arnar Gíslason trommuleikai og Guðni Finnsson bassaleikari. Góðri stemningu lofað. Hlökkum til að sjá ykkur!
HEIMSMEISTARI – EINAR KÁRASON
Þetta er sögustund um mann sem var öllum öðrum klárari þegar kom að útreikningum og rökhugsun þeim tengdum, enda varð hann heimsmeistari í erfiðustu hugaríþrótt sem mannkynið hefur fundið upp.
SOFFÍA BJÖRG OG PÉTUR BEN – TÓNLEIKAR
Soffía Björg og Pétur Ben stíga á svið á Sögulofti Landámssetursins. Soffía og Pétur Ben hafa unnið saman frá árinu 2015. Pétur var gítarleikari á fyrstu plötu Soffíu, sem ber heitið ‘Soffía Björg’ og var einnig ft. artist á hennar annarri plötu, ‘The Company You Keep’. Þessa stundina er lagasmíðateymið að vinna að þriðju breiðskífu Soffíu þar sem Pétur er …
Páskafjör í Safnahúsinu miðvikudaginn 27. mars n.k.
Miðvikudaginn fyrir páska, milli kl. 15:00 – 17:00, verðum við í Safnahúsinu með föndurhorn fyrir fjölskylduna þar sem hægt verður að perla og föndra allskonar fallegt og skemmtilegt. Páskaeggjaleit verður síðan kl. 16.00 fyrir yngstu gestina. Leikreglur kynntar fyrir gestum rétt áður en leitin hefst. Verið velkomin! Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnes
248. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
248. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 11. janúar 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 248 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð – Kynningarfundur
Fimmtudaginn 4. janúar, kl. 17:00 að Borgarbraut 65A, 6. hæð, verður haldinn annar kynningarfundur á verkefninu Fjölþætt heilsuefling fyrir 60+ Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla hreyfifærni, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.