Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar

petra

Föstudaginn 6. desember 2024, milli kl. 10.00-12.00 Munum við halda myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar á vegum Héraðsskjalasafnsins þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið öll velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

petra

Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00 þar sem kynnt verður fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 og framkvæmdaáætlun næstu fjögurra ára. Farið verður verður yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og kynntar áherslur næsta árs. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti en jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.

259. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

petra

259. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 12. desember 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borarbyggðar – 259 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Aðventuhátíð Borgarbyggðar

petra

Jólaljósin verða tendruð í Skallagrímsgarði sunnudaginn 1. desember kl. 16:00 við hátíðlega athöfn. Lifandi tónlist mun hljóma, aðventumarkaðurinn verður opinn, og jólasveinar mæta í garðinn til að tendra jólatréð. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju Börn úr forskóladeild og hljóðfæraforskóla Tónlistarskólans flytja jólalög Hanna Ágústa Olgeirsdóttir listamanneskja Borgarbyggðar 2024 Anna Vasylchenko syngur jólalög á Úkraínsku Stórsöngkonan Stefanía Svavarsdóttir mætir á …

Kósíkvöld í Hyrnutorgi

petra

Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 19–22 Frábær tilboð og kynningar Lifandi jólatónlist mun óma um húsið og jólasveinarnir verða á ferðinni Skógræktarfélagið verður fyrir utan að selja tröpputré og lifandi jólatré Heitt súkkulaði, konfekt og sannur jólaandi í Hyrnutorgi Öll velkomin  

Bókakynning

nextjs

Þrír rithöfundar segja frá nýútkomnum bókum sínum

Kvöldmessa

nextjs

Fjallað verður um sorg og sorgarviðbrögð í kvöldmessu sunnudaginn 17. nóv n.k.
Séra Heiðrún Helga leiðir stundina. Kirkjukór Borgarneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Jónínu Ernu.