259. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 12. desember 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borarbyggðar – 259 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Kaffispjall – Molar úr sögu Kaupfélagsins
Kaffispjall í Safnahúsi Borgarfjarðar með molum úr sögu Kaupfélags Borgfirðinga.
Aðventuhátíð Borgarbyggðar
Jólaljósin verða tendruð í Skallagrímsgarði sunnudaginn 1. desember kl. 16:00 við hátíðlega athöfn. Lifandi tónlist mun hljóma, aðventumarkaðurinn verður opinn, og jólasveinar mæta í garðinn til að tendra jólatréð. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju Börn úr forskóladeild og hljóðfæraforskóla Tónlistarskólans flytja jólalög Hanna Ágústa Olgeirsdóttir listamanneskja Borgarbyggðar 2024 Anna Vasylchenko syngur jólalög á Úkraínsku Stórsöngkonan Stefanía Svavarsdóttir mætir á …
Kósíkvöld í Hyrnutorgi
Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 19–22 Frábær tilboð og kynningar Lifandi jólatónlist mun óma um húsið og jólasveinarnir verða á ferðinni Skógræktarfélagið verður fyrir utan að selja tröpputré og lifandi jólatré Heitt súkkulaði, konfekt og sannur jólaandi í Hyrnutorgi Öll velkomin
Bókakynning
Þrír rithöfundar segja frá nýútkomnum bókum sínum
Spilastund fyrir fjölskylduna
Spilastund fyrir fjölskylduna með Spilavinum.
Kvöldmessa
Fjallað verður um sorg og sorgarviðbrögð í kvöldmessu sunnudaginn 17. nóv n.k.
Séra Heiðrún Helga leiðir stundina. Kirkjukór Borgarneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Jónínu Ernu.
Veiðisögur á Landbúnaðarsafni Íslands
Hvers konar sögur eru veiðisögur og af hverju eru þær svona stór hluti af laxveiðum? Um þetta og meira munu þrír sagnamenn stíga á stokk í Landbúnaðarsafninu og fjalla um á sinn einstaka hátt.
Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar
Myndamorgunn föstudaginn 15.11. í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Stebbi JAK Grímshúsi Borgarnes
Stebbi JAK er löngu orðinn landskunnur söngvari og skemmtikraftur. Bæði með hljómsveitinni DIMMA og einnig sem sólo listamaður.Vopnaður kassagítar ætlar hann að blása til tónleika í Grímshúsi Borgarnesi þann 14. desember næstkomandi. Á dagskrá verða lög af ferli hans m.a. DIMMA og annað frumsamið efni í bland við tökulög og singalong. Jólalög verða einnig á dagskrá, en í algjöru lágmarki. …